Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, september 22, 2011
Hef farið að sofa um 11-leytið mjög oft og reglulega undanfarið. Þá er ég að vakna alveg bara útsofin um hálf-átta/átta-leytið. 9 tímarnir góðu eru enn við lýði. Ég hlakka til að komast að því hvort goðsögnin um að gamalt fólk þurfi minni svefn sé rétt. Ég væri alveg til í að eyða minna en einum þriðja úr sólarhring í bælinu, í stað rúmlega einum þriðja. Fann fyrir söknuði eftir Heidegger og mastersritgerðavinnu í fyrsta sinn í dag. Það er þó miklu álagi létt af mér. Held að ég sé bara orðin svo vön því að hafa allt allt of mörg járn í eldinum að ég höndli ekki að ráða auðveldlega við vinnulagið mitt. Það er þó gífurlega hollt að vakna óstressuð. Líkaminn minn er með allt stressið og streituna fasta í sér ennþá. Furðuverkir (ekki önnur plata með Ruth Reginalds) hafa búið um sig í útlimunum, svo nú er komið að því að hitta töfralækninn minn aftur. Hann sagði mér að mæta í dag, eftir vinnu. Hlakka til að láta pota í mig og hrista mig og skoppa mér í gólfið eins og skopparabolta, og vera svo bara ónýt og í klessu....Það er svooooo þess virði eftir á.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli