Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, september 21, 2011
Það verður að fara að gera eitthvað í þessum hjólunarmálum, það er alveg ljóst. Verst hvað vinnan frá 10-2 brýtur upp lífið mitt, eða eins og skáldið sagði: "Life is killing my rock'n'roll". En saltið og grauturinn og allt það...Föstudagur ekki á morgun heldur hinn gæti þó verið góður hjóladagur. Búin í vinnu 2 og óliver á laugó um helgina, og ekki æfing hjá hellvar nema á laugardag og sunnudag. Ég panta því GOTT veður á föstudagseftirmiðdag. Kannski bara hjóla ég á álftanes, tja eða hvert á ég svo sem að hjóla? Það má ekki segja Keflavík samt, þarf að vera í aðeins betra formi fyrir það. Álftanes hefur reyndar það framyfir marga aðra kosti að þar er gífurlega gæðaleg gufa (3 g) sem er ákveðin gulrót í sjálfu sér. Öldusundlaugin er svo sem ókey líka, en meira svona skemmtun sem maður vill njóta með Óliver, enda höfum við fengið nokkur hlátusköst oní henni. Svo væri hægt að bjóða sér í kaffi á bessastaði eftir sund. Hvað ætli Óli og Dorrit myndu segja ef ég mætti nú með Hellvar-disk til að gefa þeim? Ætli það megi bara droppa inn á bessastaði? Hef aldrei komið þangað...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hljómar sem skemmtileg hjólaferð.. sérstaklega ef að óli fær eitt stykki hellvar disk!.. Þá yrði stuð á Bessastöðum! -Alexandra
hahahah, já. Dorrit að syngja "women and cream" yeah!
Skrifa ummæli