Nú skal segja: Allt, vegna þess að ég hef ekki verið nógu dugleg að blogga hér, auðvitað er það alveg bannað að slá slöku við í bloggi. Ég er aftur með enga dagvinnu og því alein heima hjá mér stundum. Hélt upp á það í morgun með að semja lag, og lesa skáldsögu. Bæði gott. Svo er nú hjólaferð með góðri tónlist (þú ert ekki sá sem ég valdi, nýr diskur Gímaldin og félaga)framundan, líklega með happy ending, sem hjá mér er að hjóla fullt og enda svo í sundi og gufu....(hvað varst þú að hugsa að "happy ending" þýddi, hahahah perrinn þinn). Akranesferð á mánudag síðasta tókst með ágætum. Við gengum um bæinn, fórum í kaffiboð, og í sund. Heitir pottar þar eru örlítið of kaldir eða örlítið of heitir fyrir minn smekk samt. Kenning vinar okkar um að skagamenn séu svo miklir jaxlar að þeir þurfi ekki hita í kroppinn meikar sens. Hlakka nú gífurlega til að komast í heitapottinn í vesturbæjarlaug, sem mér finnst vera með fullkomnu hitastigi. Og bæði sánan og eimbaðið er svo gott, ó svo gott. Ég er gufuóð.
Í sund
Ég er gufuóð
Syng mitt gufuljóð
Vantar hitastig
í mig!
Grilljón gráðu kikk
sælubros mitt sikk
er ég fer á fund
við sund!
Í su-u-u-u-u-u-und
(syngist með sínu nefi)
1 ummæli:
Ég humma eimljóðið í takt við laglínuna úr Hott Hott á Hesti. Það virkar næstum því.
Albert S.
Skrifa ummæli