http://iceblah.typepad.com/mostly_music_lots_of_it_i/2011/12/icelandic-album-of-the-year-2011.html
Takk fyrir!
Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, desember 15, 2011
Hellvar á Dillon, 16.des!
http://www.facebook.com/events/207013166046655/
Þetta er feisbúkk-linkur, sem segir öllum að fara á Dillon annað kvöld klukkan 21.30. Hellvar spilar fyrst órafmagnað, og svo rafmagnað, semsagt tvennir tónleikar í röð. Þarna verður hægt að gleðjast, hlæja, sötra drykk að eigin vali, kaupa geisladiska hljómsveitarinnar á betra verði, ja og nálgast hinn nýja órafmagnaða sem er ekki einu sinni til í neinni búð enn. Það voru gerð 200 eintök og um að gera að ná sér í allavega eitt. Aðalatriðið er þó að sjá Hellvar spila tvö ólík sett og bera svo saman. Hvaða útgáfa er flottari af laginu "Falsetto", hin rafmagnaða eða þessi sem notast við kassagítara? Er kántrí-útgáfan af "Women & Cream" að vinna rokkið, ja eða öfugt? Allt þetta annað kvöld á Dillon. Ekki missa af frábæru kvöldi. Hellvar lýkur spilamennsku fyrir miðnætti og þá tekur DJ Andrea Jónsdóttir við fyrir dansþyrsta...
http://www.facebook.com/events/207013166046655/
Þetta er feisbúkk-linkur, sem segir öllum að fara á Dillon annað kvöld klukkan 21.30. Hellvar spilar fyrst órafmagnað, og svo rafmagnað, semsagt tvennir tónleikar í röð. Þarna verður hægt að gleðjast, hlæja, sötra drykk að eigin vali, kaupa geisladiska hljómsveitarinnar á betra verði, ja og nálgast hinn nýja órafmagnaða sem er ekki einu sinni til í neinni búð enn. Það voru gerð 200 eintök og um að gera að ná sér í allavega eitt. Aðalatriðið er þó að sjá Hellvar spila tvö ólík sett og bera svo saman. Hvaða útgáfa er flottari af laginu "Falsetto", hin rafmagnaða eða þessi sem notast við kassagítara? Er kántrí-útgáfan af "Women & Cream" að vinna rokkið, ja eða öfugt? Allt þetta annað kvöld á Dillon. Ekki missa af frábæru kvöldi. Hellvar lýkur spilamennsku fyrir miðnætti og þá tekur DJ Andrea Jónsdóttir við fyrir dansþyrsta...
þriðjudagur, desember 06, 2011
Tími er afstæður. Þessa dagana er ég í fullkomnu tímaleysi. Fer ekki í tölvuna svo dögum skiptir, horfi aldrei á sjónvarp, stíg ekki upp í bíl, rétt kíki í blöðin. Hef lesið bækur, borðað mandarínur, hitti stundum engan í marga marga klukkutíma. Það er ótrúlega fínt. Mér leiðist aldrei, næstum aldrei. Smá á sunnudaginn, en svo fór ég að spila á gítar og samdi eitt lag. Það var gaman. Drekk gífurlega mikið te. Langar ekki í kaffi. Langar meira að vera slök en upptjúnuð, og kaffi er vissulega örvandi. Fæ mér nú samt earl grey-te stundum, það er smá koffein í því. Tala mjög lítið, tja eða minna en venjulega, sem reyndar þarf ekki að þýða mjög lítið (hahaahhahah). Ég er mikið í innri samræðum, í formi lita og hugmynda sem sumar eiga stundum ekki einu sinni orð til að túlka sig. Fór út og tók fullt af myndum af grýlukertum. Labba gríðarlega óskaplega mikið. Það er best. Ég fékk smá svona skilning á Reyni Pétri og Forest Gump áðan. Þar sem ég labbaði um Hveragerði þvera og endilanga með tónlist í eyrunum fannst mér allt í einu eins og ég gæti vel hugsað mér að labba bara af stað og hafa það eitt að takmarki að labba, þar til ég væri þreytt og þá myndi ég sofa og svo vakna og halda áfram að labba. Ég fann að það gæti ég auðveldlega gert akkúrat núna. Ég er einhvern veginn ekki að missa af neinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)