Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, desember 15, 2011

Hellvar á Dillon, 16.des!

http://www.facebook.com/events/207013166046655/

Þetta er feisbúkk-linkur, sem segir öllum að fara á Dillon annað kvöld klukkan 21.30. Hellvar spilar fyrst órafmagnað, og svo rafmagnað, semsagt tvennir tónleikar í röð. Þarna verður hægt að gleðjast, hlæja, sötra drykk að eigin vali, kaupa geisladiska hljómsveitarinnar á betra verði, ja og nálgast hinn nýja órafmagnaða sem er ekki einu sinni til í neinni búð enn. Það voru gerð 200 eintök og um að gera að ná sér í allavega eitt. Aðalatriðið er þó að sjá Hellvar spila tvö ólík sett og bera svo saman. Hvaða útgáfa er flottari af laginu "Falsetto", hin rafmagnaða eða þessi sem notast við kassagítara? Er kántrí-útgáfan af "Women & Cream" að vinna rokkið, ja eða öfugt? Allt þetta annað kvöld á Dillon. Ekki missa af frábæru kvöldi. Hellvar lýkur spilamennsku fyrir miðnætti og þá tekur DJ Andrea Jónsdóttir við fyrir dansþyrsta...

Engin ummæli: