Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, janúar 10, 2012
sólarhringur illa viðsnúinn, en ég svaf frá 4 til 11 í morgunn. hef þó náð að dotta ekki í letikasti og orkuleysi dagsins í dag. ef ég bara hefði nú drullað mér í gönguferð væri þetta eflaust bara allt alveg ágætt, en svo gott var það ekki. er líka skítkalt, og með stinguhausverk og fæ hnerraköst, þannig að kannski er ég ekki eingöngu skammdegisþunglyndur aumingji (sem er þó viðbúið á þessum hluta árs) heldur einnig með smá kvefpest. hef reyndar líka slím í hálsi og kverkaskít...er sem betur fer ekki að syngja neitt alveg strax. þó er hellvar að fara norður að spila á akureyri og húsavík síðustu helgina í janúar, og svo er líka eitthvað sólstafagigg sem ég syng eitt lag á, en það er í upphafi næsta mánaðar. það hefur lengi verið aðalbömmerársins að þrauka janúar, mörg ár síðan ég hætti almennri gleði yfir afmælinu mínu og svona. þ.e.a.s. jú, ég gleðst yfir afmælinu mínu á hverju ári, það er gaman að eiga afmæli, en það rífur ekki upp stemmninguna í janúarmánuði öllum eins og hér áður fyrr, þegar ég var telpukrakki. já, las konan við þúsund gráður e. hallgrím helga. besta bók í heimi! svo fáránlega fokking góð að ég held ég verði bara að lesa eldri hallgrím og athuga hvort mig er að misminna svona herfilega um hann sem rithöfund. minnir að ég hafi ekkert bondað við herra alheim, og gefist upp á 101 reykjavík og fundist kvikmyndin betri en bókin (sem gerist eiginlega aldrei). já, ég er að treina mér nýju murakami sem ég fékk í jólagjöf, bara tími ekki að byrja á henni, kannski um helgina næstu. vakna snemma (af því ég verð búin að snúa við sólarhringnum auðvitað) og koma mér fyrir með tebolla og hollt snakk, kannski hnetur, og lesa nýja, þykka, brakandi murakamibók. ég þarf reyndar að taka upp demó af lögum líka og koma mér í tónlistarvinnugírinn, en það er svo gaman að ég geri það eins og hendi væri veifað. það eina sem er ves við tónlist er að byrja, svo kemur bara einhver andi sem klárar allt dæmið. jájá og sei sei já. ætla að gera hrísgrjónasalat úr grjónum og grænmeti og ostbitum og kryddi og sjitti, og sjóða egg. vó rafmagnið blikkar. það er að verða rafmagnslaust hér bráðum út af veðri. sjiiiiiiiiiiiiiit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli