Leita í þessu bloggi
mánudagur, janúar 09, 2012
Finnst eins og bloggið mitt hafi misst sig útí hluti sem ég er að fara að gera eða hluti sem ég minni sjálfa mig á að ég verði að gera. veit ekki hvort það er jákvæð þróun. blogg er náttúrulega alveg galopið form og það besta er að mun færri lesa það en facebook svo maður ætti að vera enn frjálsari. það er samt spurning hversu frjáls maður getur nokkurn tíman orðið í skrifuðu máli. ég gæti sagt hvað sem væri með munninum heima í stofu, en það eru líka bara "orð sem hverfa í tómið" (er þetta nafn á júróvisjónlagi eða hvað?) Nú sit ég í fótabaði á nærbuxunum í stofunni minni og velti fyrir mér hvað ég ætti að blogga um, ef ég ætla nú að láta þessa bloggsíðu standa undir nafni. Hún heitir "skemmtilegt að vera til ef maður vill", en er akkúrat núna að fjalla um sjálfa sig. það er eiginlega fyrirbærafræðileg nálgun á bloggið. þegar bloggið er farið að fjalla um bloggið, án milliliða og í rauntíma. Fyrirbærafræði er reyndar afar skemmtilegt fyrirbæri, svo með þessu móti er ég líklega að sleppa sæmilega fyrir horn. Ég er allavega hvorki að blogga um skaupið, hrunið, ríkisstjórnina, gillz, né nein önnur dægurmál sem eru hver öðru leiðinlegra. Já, var ég búin að segja ykkur að ég fór til Berlínar í 5 daga? Þar fékk ég risaskammt af "ég kæri mig kollótta-lyfinu" sem virðist hanga í loftina þar í borg. Labba nú um laugaveginn eins og ég búi í milljónaborg, í stað þess að reyna að horfa í andlitin á öllum sem ég mæti, til að athuga hvort ég þekki viðkomandi eða ekki og hvort ég eigi að segja "hæ", brosa, eða láta nægja að nikka óvíst. Ég labba nú bara í eigin heimi og fyrir vikið heldur fólk að ég sé dópuð eða drukkin á miðjum degi, nú eða svona ógurlega mikið merkikerti að ég þykist engan þekkja. En ég kæri mig kollótta. Lífið byrjar ekki og endar í Reykjavík, á Íslandi, og ég er frjáls.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli