úti er bleik birta og búin að vera síðan um hálftíu. ég svaf frá 9 í gærkvöldi til 7 í morgun. það er æði að sofa 10 tíma. ef það er möguleikaséns ætla ég að hjóla úti á eftir. hef ekki hjólað síðan í október, eða semsé síðan snjórinn kom. ég ætla að hjóla upp í háskóla, detta inn í hámu í hádeginu og fara svo kannski og týnast á þjóðarbókhlöðunni í nokkra klukkutíma. það er gaman og ég sakna þess að hanga í hlöðunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli