Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, janúar 24, 2012
Þriðji í lasleika, og svo er ekki meiri tími til að vera slappur neitt, enda þarf að æfa fjórmenningana í Hellvar. Já, fjórmenningana, því Elvar er kominn á trommur, Haukur á bassa, og ég og Alexandra spilum á gítara og syngjum. Við erum semsagt orðin 2 strákar og 2 stelpur, alveg eins og ABBA. Ættum við að breyta nafninu í EHHA? (Elvar, Haukur, Heiða, Alexandra). Neinei, Hellvar leitar að nýjum trommara en Elvar getur næstum allt, og tekur í trommusettið á föstudaginn 27.01 á Akureyri, í galleríinu Populus Tremula, og laugardaginn 28.01 á Húsavík, á Gamla bauk. Svo vantar trommara.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ hæ Heiða :) kíki stundum við hér til að sja hvað þú ert að bauka, hún Hildur mín er bloggari svo ef þú vilt sjá hvað við erum að bauka kíktu þá á: http://www.hildurina.blogspot.com/
kveðja
Ingó
Menn djamma mikið fyrir norðan. Við vorum nokkrir sem vorum frá Laugum sem gátum ekki látið sjá okkur á balli á Húsavík. Það hefði allt endað með slagsmálum og lögguveseni. Svaka rígur á milli þessara staða þarna í gamla daga.
hæ ingó, gaman að vita af þér kíkja inn, mun gera slíkt hið sama. já, spritti, það eru orð að sönnu með djammið á Húsavík, en allt fór samt vel fram, og slagsmálalaust!
Skrifa ummæli