Leita í þessu bloggi
mánudagur, febrúar 06, 2012
ég er á leiðinni út. veit ekki hvert, en þarf súrefni. súrefni sem vekur mig aðeins. grautur og kaffi og súrefni og ég ætti að hafa smá orku. annars er daginn nú tekinn að lengja og sem dæmi þá var ég á leiðinni frá keflavík til reykjavíkur á laugardagseftirmiðdag/snemmkvölds um tæplega hálfsex, og það var ennþá bjart! það dimmdi hins vegar hratt milli hálfsex og sex og var orðið fulldimmt áður en myndin sem ég fór á í bíó byrjaði (eldfjall, mjög góð, en líklega ekki það sem kalla má feelgood...). Hins vegar er mikið feelgood í því að taka eftir birtutíma lengjast, því ég er nú bara þeim ókostum búin að þola ekki myrkrið og kuldann. Þetta er semsé allt að koma. og á miðvikudag fer ég í klippingu og á fimmtudag eru tónleikar með sólstöfum sem ég syng á og svo bara verður farið í eitthvað massíft jógasessíon til að hrista upp í mannskapnum (mér, þ.e.a.s. mannskapurinn er ég, the royal we...) Jájá, dugir ekki að hanga bara eins og....setjið inn myndlíkingu við hæfi. Ég ætlaði að segja siginn fiskur á en mundi svo ekki hvað það heitir sem fiskar eru hengdir á. Er það sperra? neeei. Svo datt mér í hug að skrifa fáni, hanga eins og fáni á fánastöng, en það nær þessu ekki. whatevs. heehhe. Það dugir alla vega ekkert hangs, sama hverju það líkist. Febrúar, ég skora þig á hólm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Myrkrið er gott láttu ekki svona. Hinsvegar er það alltaf ánægjuefni þegar maður tekur eftir hækkandi sól.
Skrifa ummæli