Leita í þessu bloggi
laugardagur, febrúar 11, 2012
Netið farið úr húsinu og því þarf ég að fara á kaffihús núna til að tjá mig hér eða annars staðar á netinu. Það er reyndar afar og afskaplega hollt að vera sjónvarps- og netlaus og hún fade-ar eiginlega strax út, sú mikla "þörf" sem maður telur sig hafa fyrir að hanga á netinu og gera eitthvað stupid. Ég er sátt við að hanga bara heima og gera eitthvað allt annað: Gera krossgátu, lesa bók, horfa á friends með elvari, fara í löng böð, elda góðan mat, spila á gítar, hlusta á vínilplötur, hlusta á rás 1 í eldhúsinu. Listinn er endalaust langur. Í dag fórum við á legókubbasýningu í ráðhúsinu með Beggu og Funa og svo á Prikið að fá okkur snarl og fara á netið. Það er orðið ágætt. Þeir eru að spila soft '70. Ég þarf að hreyfa mig aðeins meira úti. Ætla að stinga upp á nálægum róluvelli. Óliver verður áreiðanlega glaður með þá uppástungu. Júró í kvöld, heima hjá vinum, með vinum. Vinir eru góðir og mikilvægir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli