Ég gerði bollur úr spelti, með spelthveiti sem rann út seint á síðasta ári og vínsteinslyftidufti sem rann út um vorið 2010. Þær voru ,,áhugaverðar" í útliti en brögðuðust mjög vel. Óliver hámaði þær í sig með sultu, rjóma og bráðnu green&blacks 70%. Ég held ég ætti að prufa þessa uppskrift aftur með óútrunnu stöffi. 41 árs og geri bollur í fyrsta sinn... en með masterspróf í heimspeki. Svona er maður misþroska.
1 ummæli:
Þú ert frábær eins og þú ert! mamma
Skrifa ummæli