Leita í þessu bloggi

laugardagur, mars 03, 2012

Í dag skal ferðinni heitið niður í bæ. Ég sver'ða að ég sé eitthvað gult og heitt í einhverju bláu út um gluggann minn. Nú bíð ég eftir kaffigesti, sem er á leiðinni hingað í kaffi, (ótrúleg tilviljun að kaffigesturinn sé á leiðinni í kaffi) og svo verður rölt, með viðkomu í kolaporti og kaffihúsi og kannski fornbókaverslun og ég skal ekki segja hverju fleiru. það besta við laugardaga er að þeir eru ekki virkir dagar, en heldur ekki sunnudagar þegar það kemur mánudagur daginn eftir. einu sinni fundust mér sunnudagar skemmtilegastir, en í dag finnast mér laugardagar laaaaaaaaaaangbestir. ég er búin að lesa blöðin, búin að tékka á póstinum, búin að borða hafragraut með rúsínum og bönönum, búin að klappa kettinum. nenni ekki alveg að lesa murakami strax, ætla að treina mér síðustu 300 blaðsíðurnar aðeins.

F.mö og pa:

sólin úti smýgur inn,
setur á mig bros
Um bæinn rós með rauða kinn
rýkur eins og gos!

2 ummæli:

Wim Van Hooste sagði...

Nice poem Heida.

Heiða sagði...

takk wim!