kæri heimur. ég sofnaði snemma og vaknaði snemma og eyddi deginum í endalaust gáfulega hluti, og nú klukkan átta að kvöldi líður mér eins og ég hafi lifað tvo daga í einum. tveir fyrir einn-tilboð á fimmtudögum: fáðu tvo fimmtudaga fyrir einn, ef þú nýtir tímann vel. er þetta ekki bara svona ,,morgunstund gefur gull í mund"-moment?
1 ummæli:
Ég fékk einu sinni alltaf vikulega útborgað þegar ég vann hjá Granda HF. Þeir hefðu nú alveg getað verið með 2 fyrir einn útborganir.
Skrifa ummæli