Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, apríl 18, 2012
Góðan dag kæru vinir. Ég er ágætlega vöknuð, enda fór ég á fætur og ákvað að hjóla með Óliver í skólann í dag. Veðrið sem ég sá út um gluggann minn leit út fyrir að vera stjarnfræðilega gott, stillt og sólin skein. Er út var komið varð mér hins vegar gífurlega kalt, því hitastigið er enn stillt á vetur. Það ætti þó að breytast á morgunn, sumardaginn fyrsta, ekki satt? En nú sit ég heima undir tveimur teppum og kalt á tánum, og sýp á soldið vondu kaffi sem ég hellti mér sjálf uppá. Aðalkaffiuppáhellarinn er Elvar og því er ég ekki í æfingu. Hans kaffi er alltaf gott, hann er með náðargáfu. Mitt kaffi er stundum ekki vont, og það þarf ekki neinar gáfur, náðar- né annars konar, til að átta sig á því hver á þá að laga kaffi á þessu heimili. Annars vildi ég óska að einhver kæmi og lagaði þetta kaffi, því það er alls ekki boðlegt, og sýp ég þó áfram. Ég er að reyna að hlýja mér á tánum, skiljiði. Það væri ef til vill bara happadrjúgast að dýfa tánum ofaní kaffikönnuna í stað þess að fara innvortis-leiðina, en ég þrjóskast við. Í dag ætla ég að lesa meira í Beyond Sushi, Japanskri ferðabók sem ég tók á bókasafninu, gera einn þátt í útvarpsþáttaseríunni minni, "Heidi goes to town", baka nýtt brauð, fara með 3 svarta poka af fötum í Hjálpræðisherinn, og mæta svo á opnun Lista án landamæra í Ráðhúsinu klukkan 17.30. Þetta verður allt gaman, ég veit það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Æ LÆK :) Flottar myndir af þér og fleirum í VF.is. í dag - teknar í Andrews-theater á tónleikunum fyrir skömmu. Heyrumst,sjáumst.
Keflið.
Ég lauk öllum verkefnum dagsins! Við sjáumst kannski á fös. er að pæla í að renna í Kef. þá og fá kannski að gista fram á lau...
Ég giska á að Keflið sé Inga mamma þín ;)
Vildi að ég gæti líka gist í Kef um helgina.
Lempaalinn ;)
Gleðilegt sumar.
Skrifa ummæli