Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, júní 05, 2012
Missti af gærdeginum út af pollen-ofnæmi. Eða réttara sagt, tók fyrri part dagsins með trompi og fór svo og krassaði heima. Við áttum ýmiss erindi út um allan bæ: Fara í LÍN, fara upp á Háskólatorg, koma við í æfingarhúsnæðinu, og því vorum við akandi. Já, afskaplega notarleg ökuferð í blíðunni með góða tónlist og rúðurnar skrúfaðar niður, þar til: BAMM. Ég finn bara hvernig birkipollen og/eða nýslegið gras ræðst á mig með andrúmsloftinu sem skall á andliti mínu. Ég var víst eitthvað að teygja hausinn út um hálfopinn gluggann, svo ég get kennt sjálfri mér um. Þarna fór að halla undan fæti og um klukkutíma síðar var ég orðin að slefandi hundi með blautt nef. Ég harkaði nú samt af mér og fór á kaffihús og svona, en kom við í Jurtaapóteki á leið heim og keypti 2 galdrajurtate, annað til innvortis og hitt til útvortis notkunar. Ég brugga seið úr Augnfró (Euphraisia officinalis) og skola augun upp úr því. Svo er hinn seiðurinn gerður úr Urtica dioica, eða Brenninetlu, og á honum er ég að dreypa. Nú eru allir gluggar lokaðir, og ég búin að vera að éta omega 3 fitusýrur og lauk og hvítlauk í öll mál. Það sagði internetið að minnsta kosti að myndi hjálpa. Mig langar út í "veðrið" en það er ekkert svo gott. Ef ég skelli mér í smá bæjarferð á eftir verð ég með blæju fyrir andlitinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég fæ recept hjá lækninum mínum uppá nefúða sem heitir Nasonex. Hentar mér vel þar sem granirnar í mér og augun þola illa ryk, nýslegið gras, frjókron og aðrar smáagnir. Það eitt að geta stöðvað nefrennsli og hnerra, með þessum nefúða, bætir stöðuna um alveg 75% og smá erting í augum og pirringur í nef og ennisholum verður þolanlegra.
takk spritti, ég versla mér svona þegar ég rís úr bælinu eftir flensuna ógurlegu!
Skrifa ummæli