Leita í þessu bloggi

mánudagur, júní 25, 2012

Tók aðeins til í útliti á þessu bloggi, mig var farið að langa í breytingu. Man hins vegar ekki lengur hvernig ég fékk þennan fjólubláa borða til að birtast efst, og ég væri gjarna til í að hafa hann rauðan eða svartan akkúrat núna. Það væri því vel þegið ef einhver áttar sig á því hvað þessi partur af leiátinu heitir, að koma leiðbeiningum um breytingar til skila hér í athugasemdum. Ég þarf að fara að blogga á hverjum degi aftur, það er svo miklu gáfulegra að segja eitthvað mis-gáfulegt hér en eitthvað mis-gáfulegt á facebook. Nú er ég aftur á uppleið heilsufarslega séð, og ekki seinna vænna því það bíða margvísleg og fjölbreytt verkefni eftir mér. Ég ætla að skrifa svolítið, og æfa með Hellvar og æfa Bítlalög á gítarinn fyrir Bítlakoverbandið sem ég er í, og svo ætla ég að halda áfram að æfa mig í japönsku því ég ætla í japanskt mál og menningu í Háskóla Íslands í haust. Ég tek það fram að ég er algjör byrjandi í tungumálinu en hef einhvern veginn engar áhyggjur af öðru en þetta verði bæði gaman og ekkert svo erfitt. Ekki of erfitt, að minnsta kosti. Ég er á degi tólf í veikindum og hósta, og þrái að komast í hjólaferð og í ræktina og í göngutúr og að sjá miðnætursól, en ég hef, að mig minnir aldrei orðið alvarlega veik á þessum tíma ársins áður. Sem betur fer styttist dagurinn alls ekki hratt þótt hann sé farinn að styttast og ég get huggað mig við að miðnætursólin er enn þarna. Hóstinn er það reyndar líka, svo nú er bara kapphlaup, hvort vinnur hóstinn eða miðnætursólin? Ég kem allavega örugglega heil í mark, hvenær sem það verður nú.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur fontur og gott útlit.
Kef-lið

Heiða sagði...

takk!