Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, júní 27, 2012
Ég sofnaði klukkan 01.00 í gær en vaknaði samt ekki fyrr en klukkan 14.00 eftir hádegi í dag!!! 13 tíma svefn er rosalega mikið, en kannski var ég bara svona búin á því. Í dag er 14 dagur í hóstaköstum og ég tók nokkur hressileg eftir að hafa legið út af svona lengi. Reyndar var eitt svo mikið að ég lá í keng á eldhúsgólfinu og út úr mér lak glært slím. Hringdi strax í Elvar sem sagði mér að hringja og fá símatíma hjá heimilislækni. Svoleiðis er uppbókað út vikuna en þau lofuðu mér að það myndi hringja í mig hjúkrunarfræðingur, sem auðvitað hringdi svo aldrei. Nú er klukkan 7 (19) þannig að á þeim 5 tímum sem ég hef verið vakandi er ég búin að: Fá mér morgunmat, lesa blað, svara tölvupósti, millifæra á Elvar svo hann geti náð í rafmagnsgítarinn minn úr viðgerð, skrifa upp viðtal og lagfæra, fá mér te og hnetur, spila tölvuleik, setja í þvottavél og þurrkara, borða pizzu sem Elvar eldaði, og nú er ég að fara að læra smá í þýsku í hálftíma eða svo (les Erläuterungen zu Hölderlins Dichtung með hjálp orðabókar) og byrja svo að horfa á Body Double sem er triller frá 1984. Svo kannski les ég smá og/eða horfi á aðra bíómynd. Í gær horfði ég á alla 10 seríu í Friends, en reyndar gerði ég auðvitað margt annað líka Meðfram þessu öllu saman hósta ég reglulega. Ég er hins vegar ekki að hjóla eða labba eða hlaupa úti, eða liggja í sólbaði, eða yfirhöfuð að njóta sumarsins, nema þá að njóta þess sem hægt er að gera inni. Ég væri vissulega ekki að læra þýsku eða japönsku eða að horfa á spennandi myndir undir venjulegum kringumstæðum. Skrýtið líf, verulega skrýtið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Flippað þetta nýja útlit. :D
já,þetta er ágætt alveg. mannst þú nokkuð í hverju maður þarf að rugla til að fjarlægja borðann efst, eða breyta um lit? Væri til í að hafa þennan fjólubláa rauðan, held það væri enn meira töff...
Ehhhh... einhversstaðar í settings :D Nei ég kann ekki á það.
Skrifa ummæli