Leita í þessu bloggi
föstudagur, júlí 06, 2012
Ég fór í alls kyns búðir í gær með Óliver. Við vorum að rápa um í miðbæjar-mallinu (kringlan), ef til vill örlítið lituð af bíómyndinni sem við horfðum á kvöldið áður (Mallrats). Við röltum um og hálfpartinn vonuðumst til að sjá parkour- og hjólabrettakrakka hoppandi upp um alla veggi, en í stað þess voru bara venjulegir Íslendingar á frum-, mið- og efsta stigi, small, medium og large. Við komum við í Hagkaupum og keyptum ofurplómur, eitt kíló, og rándýra ostaflís líka, og fórum í Tiger eftir uppþvottasvömpum. Keyptum pizzusneiðar í Sbarro sem samkvæmt þessari wiki-færslu opnaði sinn fyrsta verslunarmiðstöðvarveitingastað (langt orð)árið 1970, í Brooklyn. Þetta eru góðar og ódýrar pizzur, en Sbarro hafa víst verið í einhverjum fjárkröggum (sjá aftur Wiki-færsluna), svo ég mæli með því að allir fái sér mat þar, til að passa að þessi duglegu Ítalir sem komu til Ameríku 1956 haldist á réttu róli.
Í öðrum ókeypis auglýsingum á sætum stöðum í Reykjavík sem er gaman að fara og sjá, má benda á splunkunýja búð á Laugaveginum sem heitir Suomi PRKL og sérhæfir sig í finnskum vörum. Ég keypti bláberjasjampó og múmínálfatannkrem þar, en það var bara af því ég átti ekki mikinn pening til að eyða. Mig langar í svo margt og hér er hægt að sjá heimasíðuna þeirra: http://www.suomi.is/
Það er skýjað í Reykjavík í dag, en falleg flóra af litríku fólki sem mælir göturnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú ættir nú bara að skella þér til Minnesota og rölta um Mall Of America sem Kringlan er nú bara kústaskápur miðað við. Er búinn að fara þangað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Laugavegurinn klikkar ekki!
Enginn kústaskápafílingur, bara notalegt.
mamma
já, laugavegurinn var allavega æðislegur í dag, gott veður og mikið af fólki, sem er blanda sem klikkar ekki!!!
Skrifa ummæli