Leita í þessu bloggi

mánudagur, júlí 02, 2012

kast hóstakastsins

kæra dagbók! dagur 19 í hósta er runninn upp, þetta virðist ekki vera að enda. sumarið 2012 hefur svo sannarlega verið furðulegt. ég þarf samt eiginlega að fara af stað að búa til blað svo ég hósta þá bara í gegn um það. samt er ég furðu máttlaus eitthvað... Það fyrsta sem er á dagskrá þegar hóstaköstin yfirgefa mig eru hjólreiðar og að hlaupa. Ég stóð sjálfa mig að því að öfunda ókunnuga manneskju sem ég sá vera að hlaupa niðri í bæ, bara af því ég get það ekki þá er það spennandi. Samkvæmt þessum röksendum ætti ég líka að öfundast út í fugla, því hei, ekki get ég flogið...en ég get borðað orma og verið eins og þeir þannig. kasta ég nú hóstanum fyrir róða og fer út að hjóla. ég fæ þá bara hósta, svona fyrsta kastið...

Engin ummæli: