Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 26, 2012

Crazy

Ég hef nú skifað mína fyrstu veitingahúsagagnrýni og mína fyrstu kvikmyndagagnrýni. það var ekki svo mjög erfitt að dæma bíómynd, en kom á óvart hversu erfitt er að tjá sig um fjölbreytileika eldamennsku, fyrir utan það hvað það var erfitt að mæta svangur á veitingastað og þurfa að hafa pláss fyrir marga rétti, og skilja því eftir. Þetta hlýtur þó að lærast, og ég með minn litla maga þarf að hreinlega að narta bara í forrétti til að hafa pláss fyrir það sem á eftir kemur. Ég gæti ímyndað mér að það væri léttara að dæma vondan mat því þá er ekkert mál að skilja eftir, en að skilja eftir dýrindis kræsingar er kvöl og pína. Sú pína er þó skömminni skárri en magapínan sem fylgdi mér fram á næsta dag því ég gat ekkert skilið eftir á diskunum. Ég á enn eftir að dæma leiksýningu, myndlistarsýningu og bók, en geisladiska, plötur og tónleika hef ég oft dæmt áður. Það er gaman að vera að vinna í menningarblaði, þar sem efnið er menning líðandi stundar í víðustu merkingu þess orðs. Ég á þó mikið eftir til að ná að vera sátt og klára vel, en ég þarf að skila af mér "Miðborginni" á miðvikudag og fyrsta tölublað kemur út á föstudaginn 31.ágúst.

Engin ummæli: