Leita í þessu bloggi

föstudagur, september 14, 2012

Hvað er að tarna?

Hvað er að tarna? Svör óskast í kommentakerfi. Annars er ég lifandi og sparkandi og að læra Hiragana á fullu. Gengur vel, og þá er bara strax byrjað á Katakana (eða byrjar í næstu viku). Ég ræð við'þetta en er bara á brúninni, þ.e.a.s. það mætti ekki vera meira vinnuálag í neinu til að ég snappaði og byrjaði að tala tungum sem ég hvorki kann né er að læra. Mig er búið að dreyma á japönsku og dreyma líka japönsk tákn, og svo vakna ég og þá er mig að dreyma að ég er að reyna að muna eitthvað hiragana-tákn. Semsagt heilabú mitt er gegnsósa af japönsku. Nú er ég á leið í 2. tímann í japönskum kvikmyndum og þá höldum við áfram að horfa á seven samurai eftir Kurosawa. Gott stöff og stendur fullkomlega uppi í hárinu á víkingamyndum íslendinga. Það mætti segja að Kurosawa sé Hrafn Gunnlaugsson Japana (eða kannski frekar öfugt...). Talandi um víkinga: Þegar ég var lítil þá man ég eftir því að hafa verið að pæla í setningunni "Nú er hún Snorrabúð stekkur". Er verið að segja að núna sé Snorrabúð orðin stekkur (hvað er stekkur?) eða vantar kommu í þessa setningu: Nú, er hún Snorrabúð stekkur,...Allar upplýsingar vel þegnar. Bæ!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, Heiða. Stekkur er nafnorð sem er heiti á þeim stað, þar sem ærnar voru reknar inn í og mjólkaðar, hér í eina tíð.Þessi setning getur haft að minnsta kosti 3 merkingar, ef maður setur mismunandi greinarmerki í hana. Þetta getur verið spurning: Nú, er hún Snorrabúð stekkur?- Nú er- getur merkt- nú þegar=núna,síðan getur -stekkur- verið sagnorð og þá er spurningin, hvert stekkur Snorrabúð? Góð pæling hjá þér.
Mútta.