Leita í þessu bloggi

mánudagur, mars 22, 2004

æji, hvað það er nú gaman að fíla tónlist svona vel. Ég er í dómnefnd í músiktilraunum og það er bara yndislegt. Það er svo hollt og gott að heyra í öllum þessum krökkum sem elska hljómsveitirnar sínar og eru að fíla sig í tætlur, sum hafa aldrei spilað í svona góðu sándi áður, einhverjir eru með smá reynslu í tónleikahaldi, aðrir enga....en allir eiga það sameiginlegt að finnast tónlist frábær, og elska að vera í hljómsveit. Hey, ég er bara hjartanlega sammála þeim, mér finnst tónlist frábær, og eeeeelska að vera í hljómsveitum. Það er ekkert eins gleðjandi og að sjá góða tónleika, eða spila á góðum tónleikum, eða uppgötva nýtt band, nýja tónlist!!!! Músiktilraunir eru bestar í heimi og ég fer sæl að sofa í kvöld!

Engin ummæli: