Hæ hæ hæ
hátíð er í bæ.
Nú er síðasti Næturvörðurinn á dagskrá í kvöld. Held ég að ég eigi nú aldeilis eftir að sakna þessarar vinnu, það voru mjög blendnar tilfinningar sem skutust gegnum koll minn í gær þegar ég var að finna tónlist í þáttinn. Ég reyni alltaf að muna allar lyktir sem mér þykir vænt um, og lyktin af vínilplötunum í kjallaranum hjá RÚV, sem ég hef óspart sótt í, er nú komin í lyktarbankann minn. Vonandi á ég einhverntímann seinna eftir að vinna meira þarna, þetta er góður vinnustaður og frábær andi. Í kvöld verður þema þáttarins Kveðjur, (hvað annað...?) og býst ég við því að lokaþátturinn verði með dramatískara lagi, en auðvitað samt svaka skemmtilegur. Það er svo skemmtilegt að vinna svona á nóttunni, vera aleinn inni í herbergi, með góða tónlist á fullu, og vitandi af fullt af fólki sem er að gera allskonar hluti, og þau eru að hlusta á tónlistina með mér. Ég verð bara að reyna að redda mér útvarpsþætti í Berlín eða eitthvað. Kannski hef ég bara sjóræningjastöð í stofunni, og sendi út, fyrir götuna mína...yfirtek allar tíðnir í eins kílómetra radíus....gæti verið gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli