Kominn september,
ég er að tapa mér.
Ákvað því að semja ljóð
því að í því er ég góð.
Lýsa mínu stressi og streitu
sem að orsakast af þreytu.
Allt sem þarf að klára hér
áður en af landi fer.
Til þess hef ég sjö daga,
á nóttunni ligg ég andvaka,
skatta borga, ritgerð smíða
horfi á tímann líða og líða,
redda öllu, og verða klár
til að fá ekki magasár.
Spila á morgun á Ljósanótt,
þar til er mér ekki rótt.
Þarf að hætta að hugsa um allt
í einu, bara drekka malt
tjilla svo og ákveða
að taka bara klukkutíma.
Gera hann að góðri stund
skreppa líka kannski'í sund
Kaupa gott í bakarí
fara loks að treysta því
að allt fari að lokum vel
ÞVÍ ÉG Á ÞAÐ SKILIÐ!!!!!!!!!!
(and the crowd went wild -aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa)
takk fyrir, takk fyrir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli