Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, september 07, 2004

Nú eru 3 sólarhringar í för. Ég er enn að rita gerð, gera ritgerð. Það er snúið að klára marga hluti fyrir eina tímasetningu. Oftast gerir maður bara eins og maður getur og klárar rest eftir helgi, eða svona einhvernvegin þannig. En það sem ég klára ekki fyrir föstudag um hádegisbil, verður ekki gert fyrr en næsta sumar. Ég er að nálgast það að hafa borgað öllum sem ég skulda, líka skattinum. Þá er ein ritgerð, ganga frá L.Í.N. (ég meina ekki myrða, heldur ljúka við umsókn, o.s.frv.), og nokkrir svona litlir sætir blesskossar á kinnar eftir. Þeir sem vilja blesskoss á kinn geta hringt í mig, og ég kem og kyssi og drekk kveðjukaffi. Þarf að vera í Reykjavík daglega fram á föstudag hvort eð er.
Ljósanótt reyndist vera sú besta skemmtun sem ég hef upplifað í Reykjanesbæ. Það var hreinlega æði. Hljómsveitin mín er bara geðveik, og mjög leiðinlegt að vera að leggja henni í bili. Svo hitti ég endalaust mikið af skemmtilegu fólki, og drakk náttúrulega ótæpilega með þeim, en það var bara alveg ókey. Ég þakka fyrir mig, vona að Ljósanótt sé byrjunin á aukinni heimsmenningu í Keflavík. Hingað til hefur verið hending að sjá fólki bregða fyrir á götum úti, nema á bílunum sínum. En þarna var allur bærinn og hálf Reykjavík líka, bara allir á röltinu og að leika sér niðri í bæ. Mjööööööög gaman.
Bæ...

Engin ummæli: