Rafdúettinn Hellvar stendur í ströngu þessa dagana. Erum að semja plötu og sirka hálfnuð með Hellektróstuð. Glænýtt og framandi og mikil tilhlökkun að ljúka við lögin. Svo er aukaverkefni Hellvars að æfa nokkur sjómannalög, eða lög sem tengjast sjónnum því við spilum á þriðjudaginn 2. febrúar í Sendiráðspartýi, sem er með þemað "Nordsee"! Jájájá, það er stolt fley, og síldarvals og sjómaðurdáðadrengur og fleirra gúmmolaði. Yndislegir dagar í sjómannalagaæfingum framundan. Undarlegur fetish sem ég hef alltaf haft fyrir sjómannalögum. Ég man eftir mér pínulítilli með söngbækur eins og "Spangólínu" að syngja hvert sjómannalagið á fætur öðru.
Jájá, pönk, raf, rokk og sjómannavalsar...Hvað er hægt að hugsa sér betra?
Gerði eplahafragraut í gær, og stráðum kanilsykri yfir.Eplakökugrautur.
Svo eyddum við 6 evrum í kæruleysi...eða smá skemmtun, sem er náttúrulega nauðsynleg öðru hverju. Við keyptum sitt hvorn bjórinn og spiluðum svo 5 leiki í pool!
Elvar vann,enda er hann með pool-náðargáfu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli