Gleðilegan febrúar! Febrúar hefur það fram yfir aðra kalda mánuði ársins að hann er stuttur. Það eru einungis 26 dagar eftir af honum í dag og samt er hann svo til nýbyrjaður. Þetta er snilld. Vel þess virði að þrauka 26 daga í viðbót, og svo eru aftur mánaðarmót, aftur borgað, og jafnvel komið vor, ef við erum heppin. Farin að finna mun á birtustiginu hér. Í gær var enn bjart klukkan rúmlega fimm, og það er töff. Spiluðum í sendiráðspartýi, bland af okkar lögum og sjómannaslögurum. Síðasta sjóferðin með Brimkló, Ísbjarnarblús með Bubba og Í landhelginni með Hauki voru best að mínu mati. Fólk var ansi ánægt bara. Ein fékk ímeil og síma og vill kannski gera viðtal...Svo buðum við vinum okkar, sem höfðu komið að sjá, heim í partý. Gaman að halda partý á þriðjudegi. Allir glaðir og reyfir og svo þegar klukkan var miðnætti drifu sig bara allir heim, ofsa kátir með partýið, og gátu vaknað morguninn eftir. Bauð tveimur bretum sem ég hitti út í sjoppu þar sem bjórinn fyrir partýið var keyptur. Þeir eru breskir "böskarar", og sérhæfa sig í að spila í neðanjarðarlestum. Mjög klárir, og skemmtilegir strákar. Við buðum þeim aftur í kaffi á föstudagseftirmiðdag, og ætlum að taka upp eitt lag sem annar þeirra gerði. Svo bara urðu þeir svona bretafullir og byrjuðu að segja orðaleikjabrandara eins og bretar gera best...það var æði. Svo gaf ég parýinu harðfiskinn minn, sem kom í staðin fyrir hnetur sem oft er naslað í með bjór. 3 pólverjar, 2 þjóðverjar, 2 bretar og við, allir að kjamsa á harðfiski og fannst það æði. Voru bara leiðir þegar hann kláraðist. Öðrum bretanum fannst ég svo gestrisin og góð að hann hneigði sig fyrir mér, og sagði að þetta væri hæsta virðingargráða sem breskur herramaður gæti veitt!!! Ótrúlega gaman.
Ég er farin í skólann, í "Nur unter Menchen, können die Menchen zu menchen!", sem ég veit ekki enn nákvæmlega hvað þýðir, en gæti þýtt: Bara í kringum aðra menn geta menn verið mennskir"
Bless
Engin ummæli:
Skrifa ummæli