Mig dreymdi draug.
Var sko að labba með Sindra fyrrverandi Dáðadreng, og einhverjum úr Ælu,(held Svenna, en það var svona eiginlega ekki neitt ákv. andlit, bara vissi að það var einhver úr Ælu). Allavega, Æla og Dáðadrengir ætluðu að taka upp eitthvað saman, og voru búnir að redda tómu húsi til að vera í við upptökurnar. Húsið var tómt, gamalt á nokkrum hæðum, en á þeirri eftstu var eins og turnherbergi, sem var sexhyrnt í laginu, og þar inni var gamaldags skrifstofa og bókaherbergi, við erum að tala um dökkbrúnt skrifborð með pennastatífum, og bókahillum um allt og leðurlesstól og gömlum lampa á standi á gólfinu....bara draumaherbergið mitt!!!Það var líka svo fallegt að kíkja niður úr turnherberginu, maður kíkti niður í miðbæinn, og þar voru nokkrir unglingar að hanga og hlægja og þetta var allt mjög notarlegt. Veggirnir í herberginu voru með 5 eða 6 mismunandi litum, þar sem sást í gömul málningarlög, og það var svo fallegt að mig langaði ekkert að fara. Við fórum nú samt, og ég labbaði smá meira með Ælu og Sindra, og svo fóru allir heim, en mig vantaði svefnstað, svo ég fékk herbergið lánað. Herra Æla var á leið í sömu átt og ákvað að hjálpa mér með barnakerruna mína(??? sem ég var allt í einu komin með) upp stigann. Þá gengum við framhjá spegli og ég sá mig í honum, en svo þegar ég var að snúa mér við þá sá ég litla stelpu sem stóð bara og horfði á okkur, og ég vissi að þetta var draugur!!!!!!! Ég bara hrundi niður í eitt þrepið og kjökraði draugur,draugur,draugur.....Vóóóóóóóóóóóóóó
Engin ummæli:
Skrifa ummæli