Leita í þessu bloggi

sunnudagur, febrúar 06, 2005

latur sunnudagur, hlusta á tónlistina hans Clive sem kom í kaffi með minidiskasafnið sitt. Soldið skrýtinn, en mjög skemmtilegur, gaur. Hann hefur gert súper mikið af svona tónlistartilraunum, og mér finnst að Bibbi vinur ætti að heyra sumt af þessu. Undarlegt og bara já eiginlega alveg óútskýranlegt.
Annars ætla ég bara að taka því rólega. Langar að taka upp smá tónlist, spila á gítar og syngja lög. Já, það vil ég, það er gaman.
Og reyna svo að fara snemma að sofa í kvöld.
Læra á morgun, því ég er skólastelpa, má ekki gleymast.
Læragjáin.....muniði eftir henni?
Eiginlega soldið asnalegt nafn á heita læknum í öskjuhlíð. En nú er ég ekki eiginlega viss um að þetta hafi verið kallað Læragjáin, og ef það var nafnið sem notað var, var það þá út af því að maður var berleggja, og þá berlæra ofaní heita vatninu?
Var ég bara að búa til þetta nafn "Læragjáin"?
Nú efast ég um allt, og er ekki viss um neitt...

Engin ummæli: