Leita í þessu bloggi

laugardagur, apríl 02, 2005

Mér fróðari menn telja að nú sé 17 stiga hiti úti. Ég ætla að fara og kanna það. Þori ekki að skilja húfu og flíspeysu eftir heima, kannski bara tek ég vetrarföt með í tösku og lauma mér í þau ef hitinn er á misskilningi byggður. Annars er ég alveg merkilega mikil kuldaskræfa, og uppskar mikil viðbrögð og sterka undrun nokkurra Þjóðverja um daginn, þegar ég hélt því fram að Berlínskur vetur væri sá kaldasti sem ég hefði verið í. Þeim fannst sko ekkert kalt síðasta vetur, og hálf-hneyksluðust á Íslendingnum að finnast þetta kalt, og að halda því fram að það væri hlýrra á Íslandi. Málið er að íslensk hús eru betur kynnt, og rakinn er mun minni á Íslandi en hér. Við borgum svo fyrir "hinn milda vetur" með því að hitastigið nær aldrei neinum svimandi hæðum á Íslandi. Þótti tildæmis fréttnæmt þegar hitinn fór í 28 stig síðasta sumar á Íslandi, en það þykir ekkert merkilegt hitastig víðast hvar í Evrópu. Svona er þetta nú, maður verður að velja og hafna. Mildur vetur og sumarleysi, eða harður vetur með 97% loftraka og e.t.v. prýðilegt vorveður frá marslokum. Best er samt að vera heima á Íslandi, kuldi, hiti, fátækt, ríkidæmi, fákeppni, samkeppi, fámenni, fjölmenni,.....Allt þetta skiptir engu máli, heldur það að búa á stað þar sem maður finnur fyrir ást vina og vandamanna, og fólk vinnur saman og stendur saman og öryggið er til staðar er eitthvað bjátar á. Þrír mánuðir, og svo...

Engin ummæli: