Leita í þessu bloggi
mánudagur, júní 13, 2005
Engir tónleikar í þessari viku. Hálf-fegin, get lært smá. Fór í uppáhaldsskólann minn, Freie Universität í dag. Þeir eru búnir að opna nýja mötuneytið og alveg loka því gamla. Það finnst mér synd, því gamla seldi uppáhaldsgosið mitt, eitthvað svona bitter lemon en frá merki sem er betra en öll hin. Maður gat fengið sér glas af þessu úr vélinni þeirra á 60 sent, sem er nákvæmlega það sem ég hlakkaði svo til að gera,...en vei.....nýja siðmenntaða mötuneytið leysir hið gamla og kósí af hólmi, rétt eins og gerðist líka í haust með mötuneytið í T.U. Ný mötuneyti eru glötuð, gömul rúla. Siðmenningin er alltaf að hafa af okkur eitthvað sem okkkur þótti gamalt og gott. Ekkert uppáhaldsgos, og ég er því í fýlu. En samt, það er gaman að vera til. Er að lesa Endurtekninguna eftir Sören Kierkegaard. Ætla út í þvottahús, þvo og lesa og drekka kaffi. Gúddí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli