Leita í þessu bloggi
mánudagur, júlí 04, 2005
Live8 búið, og við erum búin að vera að glápa á allt sem var sýnt og endursýnt og endur-endursýnt, svo við erum búin að ná öllu markverðasta. Núna síðast rétt áðan og er enn, er Roxy Music með Brian Ferry. Djö...snillingar, enn jafn góð rödd, enn flottur á sviði, enn með hár og bara örfáar hrukkur. Það er annað en "snillingarnir" í Mötley Crew sem Elvar lýsti ansi skemmtilega: "það er eins og þeir hafi farið inn í skáp og étið ógeðslega mikið af hamborgurum og ekkert farið í bað síðan in þí eitís, og svo eru þeir ennþá í sömu rokkgöllunum, en passa ekkert í þá lengur". Kannski hafa þeir líka gleymst bara í einhverju rokkpartýi seint á níunda áratugnum, og eru búnir að vera að djúsa síðan þá. Já, svo var allt dótið sem sýnt var frá Hyde Park frábært. Fílaði Sting, Who, Paul Macartney og Pink Floyd rosalega vel. Pink Floyd voru hreinlega yfirnáttúrlega góðir, miklu betri heldur en á plötunum sínum sem þeir spiluðu inná fyrir 30 árum eða svo. Alveg ótrúlegt. Svo sáum við líka Brian Wilson, og greyið gleymdi textanum í God only knows. Hann hefur nú ekki elst nógu vel, kallinn. Skrudda er að tala um að söngvarinn í A-ha hafi staðið sig illa, en hann hljómar allavega vel í Þýskalandi, ekkert falskur í okkar sjónvarpi. Stevie Wonder líka fínn enn, og Schissor Sister dáldið hressileg. Linkin fokkin Park hins vegar fáránlega léleg og leiðinleg hljómsveit. Líka Dave Matthews, aldrei skilið hvað er svona merkilegt við hann. Þegar upp er staðið: Pink Floyd bestir, Sting svo, svo Roxy Music, og svo Who og Paul. Restin fín, en ekkert svona vá....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli