Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, október 13, 2005

Hvernig getur verið kominn fimmtudagur aftur? Síðast þegar ég skrifaði var sunnudagur og rólegheit, svo kemur mánudagur með tilheyrandi vinnu, og svo blikkar maður augunum einu sinni og úps....vikan þotin fram hjá. Nú veit ég ekki hvernig ykkur finnst tíminn líða hjá, en ef minn fer eitthvað hraðar en hann gerir nú þegar, þá fer ég að verða hrædd. Blikk, úbs á ég fimmtugsafmæli á sunnudaginn næsta? Blikk, ha? Er Óliver að fara að eiga fimmtugsafmæli?...og svo bara búið.....SKKKKKKEEEEEERRRÍÍÍÍÍ shit. Annars er næsta þema Tími, og Klukkur, og ég held ég hafi notað það einu sinni áður fyrir 3 árum síðan, en ég er ekki alveg viss. Hugmynd frá Ingvari fyndna. Veriði nú góð hvert við annað áður en það er of seint. Og já ég mun spila: ,,Tíminn líður hratt, á gerfihnattaöld"...

Engin ummæli: