já, hmm, er ekki temmilegt að blogga pínulítið aftur, fyrst komið er að þættinum? Uppástungurnar fyrir bloggið hér að neðan eru stórfínar, og er búin að finna stóran hluta þeirra, og margt til. Ég varð smá lasin eftir Airwaves, og held ég að það sé í sjálfu sér mjög eðlilegt, því mér taldist til að ég hefði séð 16 hljómsveitir á 3 dögum (fór ekkert fyrsta kvöldið því Hellvar var að æfa um kvöldið úti í Hafnarfirði). Það sem stendur upp úr í minningunni er náttúrulega af íslenskum böndum bæði Rass og Æla, en af þeim erlendu sem ég sá var ég hrifnust af 200, hinni færeysku pönksveit sem er alveg indisleg. Gusgus var svaka fín líka, og gaman þegar óvænti leynigesturinn Páll Óskar steig á svið með þeim. Ég er semsé alveg fullsödd af tónleikaglápi í bili, en hefði ekkert á móti því að reyna að sjá eitthvað af þeim fínu bíómyndum sem eru í boði á Óktóberfest,kvikmyndahátíðinni sem var opnuð í fyrradag. Mig langar að sjá Grizlie-man, mynd Werner Herzog, og svo langar mig einnig að sá 2 myndir sem sýndar eru í síðustu sýningarviku hátíðarinnar: Drawing Restraint 9, (Matthew Barney) og The search for Angela...eitthvað, fjallar um stelpu sem fer að leita að öllum nöfnum sínum í bandaríkjunum og finnur 40 en kemst svo að því að 26 af þeim hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða verið nauðgað...Hmmmm, mjög áhugavert. Ætli hlutfallið sé svona hátt sama hvaða nafn er tekið, eða hvað?
Jæja, ég er farin að steikja egg og beikon, og setja á brauð með tómötum og skinku. Þetta var ósk Ólivers um morgunmat í gærkvöldi. Hann er mesta krúsíbollan, og fílar egg og beikon!!!! Þá þarf ég bara að kenna honum að drekka te, og svo getum við flutt til Bretlands, í sveitasetur á landsbyggðinni. hehehe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli