Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Ég fékk ansi skemmtilega spurningu í gær, en það var: Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég er búin að hugsa málið síðan, og ég veit hreinlega ekkert hvað mig langar í. Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem mig ,,vantar" ekkert. Sko, ég fæ geisladiska í vinnunum mínum, ég var að kaupa mér ferðageislaspilara sem er líka mp3-spilari. Ég á tölvu sem virkar, og síma sem virkar. Ég á brauðrist og allt til eldhússins er alveg nógu gott. Mamma var að gefa mér ilmvatn sem hún fílar ekki, en passar mér prýðilega, og líka boddílósjón og handakrikasprei. Ég bý í lítilli íbúð, þar sem ekki er pláss fyrir margar bækur, svo ég keypti mér bara bókasafnskort til að þurfa ekki að eignast neinar bækur en geta samt lesið það sem ég vil og þarf. Svo nú vandast málin. Hvað er eftir? Hvað þarf maður? Hverju er ég að gleyma? Mér dettur svo sem í hug einhver lúxus sængurver, eða ofurdekurrisahandklæði,...en er þetta ekki samt dálítið undarlegt? Ég er svo sem ekkert að kvarta, það er hreint stórkostlegt að líða eins og mann vanti ekki neitt, en samt...
Hugmyndir að einhverju sem ég þarf nauðsynlega á að halda í jólagjöf óskast hér að neðan, og ég vil ekki: dvd eða vidjómyndir, neitt hárdrasl(blásara,sléttara,krullara o.s.frv.) eða i-pod rusl.) Hjálp?

Engin ummæli: