Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, mars 29, 2006
Af hverju heitir Exi Exi? En ekki til dæmis Öx? Það gæti beygst: hér er Öx, um Öx, frá Öx til Axar. Svo man ég ekki eftir neinu samheiti við Öx/Exi í augnablikinu. Hvað í ósköpunum á það að fyrirstilla? Ég sting upp á Hneifa, komið úr Hnífur og kljúfa og því aðeins lýsandi fyrir hlutverk hneifunnar sem ætlað er að kljúfa tré með beittum hníf sínum á skafti. Hneifa er líka orð sem lítur út fyrir að vera eitthvað verkfæri, ekkert ósvipað og hamar eða töng. ,,Já, ég er með hneifuna og hamarinn, en tönginni og kúbeininu hef ég gleymt úti í bíl". Sko, er þetta ekki fínt? En ef þið kunnið samheiti við hið leiðinlega orð Exi, endilega látiði mig vita.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli