Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, mars 07, 2006

Æi, hvernig getur heill mánudagur farið framhjá án þess að ég gefi mér 2 mínútur til að blogga? En það er nákvæmlega það sem gerðist í gær. Ég var samt að frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég hóf daginn á hláturskasti með óliver og endaði hann á sömu leið. Það síðasta sem fjölskyldan gerði áður en hún fór að sofa var að skella sér í maraþonsessjón í að búa til pulsubrandara og segja hvert öðru. Hér eru nokkrir ,,góðir": Það var einu sinni pulsa sem datt í tómatsósu og þá kom önnur pulsa og helti á hana vatni með sítrónu. (óliver á þennan, ég emjaði úr hlátri), Hvernig pulsur borðar Hilmar Örn Hilmarsson? -Goðapylsur. (Elvar góður), Einu sinni fór pulsa í söluvagn og sagði: Ég ætla að fá einn mann með öllu (ég...), Hvað kallast pulsa sem búið er að éta helminginn af? -Hálfvitapulsa (ég aftur....tek fram að við vorum í svefngalsa)...og já svona héldum við áfram í alveg 20 mínútur eða eitthvað. Upprunalega pulsubrandarann lásum við í Blaðinu en hann var innsendur frá tíu ára strák, og hann er sjúklega fyndinn. Hann er ástæða þess að við fórum að semja pulsubrandara. Hér kemur hann:

Einu sinni voru tvær pulsur á grilli. Ein sagði við hina: ,,DJöfull ertu eitthvað grilluð", og þá svaraði hin: ,,Vá...talandi pulsa!"
Ég get ekki annað en sprungið. Þetta er fyndnasti brandari sem ég hef heyrt í áraraðir. Hvað finnst ykkur?

Engin ummæli: