Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, mars 08, 2006

Ég hef:

(x) reykt sígarettu - reykti í 8-9 ár, og hætti svo bara einn daginn, en það eru víst 10 ár síðan.
( ) klesst bíl vinar/vinkonu - neits.

( ) stolið bíl (foreldranna) - enga vitleysu!

(x) verið ástfangin - jájá.

(x) verið sagt upp af kærasta - líka.

(X) verið rekin - já, einu sinni, það var ekki gaman.

(x) lent í slagsmálum - mafíugaur í Marseille kýldi mig, ég kýldi ekki til baka.

( ) læðst út meðan þú bjóst enn hjá foreldrunum - er allt of heiðarleg í eitthvað svoleiðis.

(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki - sirka öll unglingsárin.

(X) verið handtekin - þegar við brutumst inn í heitu pottana í Keflavík að nóttu kom löggan og tók okkur.

( ) farið á blint stefnumót - nei.

( ) logið að vini/vinkonu - lýg ekki.

(x) skrópað í skólanum - Ó já.

( ) horft á einhvern deyja - nei, alveg sloppið við það.

( ) farið til Canada - uuuu, nei ekki enn, en það er spennandi.

( ) farið til Mexico - Mexikó er mjög spennandi líka.

(x) ferðast í flugvél - þar til á mig vaxa vængir mun þetta vera vinsæll ferðamáti til að koma sér frá Íslandi.

(X) kveikt í þér viljandi - kveiknaði einu sinni í lófanum á mér þegar ég átti að slá hendinni ofan á logandi Sambuca. Glasið sogaðist að og ég brennimerktist. Með hring í lófanum í marga mánuði á eftir. Ekki bragðað Sambuca síðan.

(x) borðað sushi - Eeeeelska sushi, gæti borðað það í öll mál.

( ) farið á sjóskíði - Á það eftir.

(x) farið á skíði (í snjó) - Ég er sleip í svigi, svona stórsvigi myndi ég segja. Allt of langt síðan ég fór á skíði og mig dauðlangar...

(X) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu - T.d. Rassgathole, hitti hann í fyrsta skipti fyrir nokkrum vikum.

(x) farið á tónleika -Eflaust mörg-hundruð ef ekki þúsund.

(x) tekið verkjalyf - já.

(x) elskar einvern eða saknar einhvers akkurat núna - Bæði.

(x) legið á bakinu úti og horft á skýin - já, á sumrin í grasi.

(x) búið til snjóengil - já, það er gaman.

(x) haldið kaffiboð - það er nú daglegt brauð, en stundum eru þó bara ég og Elvar í boðinu. Héldum eitt í morgun, drukkum eðal-Lavazza-kaffi. MMmmmmmmmMMMMmmm kaffi.

(x) flogið flugdreka - einhvern tíman hef ég gert það, en aldrei nema einhverjum drasl-flugdrekum sem hafa flogið illa.

(x) byggt sandkastala - jájá, á Spáni.

(x) hoppað í pollum - með Óliver, reglulega gaman.

( ) farið í "tískuleik" (dress up) - Ég klæði mig upp á hverjum degi, en veit ekki alveg með tískuna, það er ekkert alltaf í tísku sem ég fer í og finnst flott.

(x) hoppað í laufblaðahrúgu - ótrúlegt stuð.

(x) rennt þér á sleða - langt síðan, væri til í að prófa svona "bob-sleða" eins og keppt er í á Ólympíuleikunum.

( ) svindlað í leik - svindla ekki.

(x) verið einmana - já.

(x) sofnað í vinnunni/skólanum - á klósettinu í póstinum þegar hann var ennþá pósturogsími og útibúið var í Vesturbæ...held 1998.

( ) notað falsað skilríki - meeei, hugsa ekki.

(x) horft á sólarlagið - jamm.

(x) fundið jarðskjálfta - já, og panikkað og hlaupið með sængina mína út á svalir...hehehe

(X) sofið undir berum himni - játs. í mörgum görðum bæði í englandi, þýskalandi og danmörku.

(x) verið kitluð - hehe. gaman að hlægja.

(x) verið rænd - Ef einhver finnur bláan Fender Telecaster, custom made U.S.A. sem var stolið frá D.Pollock-æfingarhúsnæði í Brautarholti 2002, þá á ég hann og það eru fundarlaun í boði...sakna hans ROSALEGA.

(x) verið misskilin - All the time!

(X) klappað hreindýri/geit/kengúru - Hef klappað geit. Bæði Elvar Geit og venjulegri.

(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunarskyldu að vettugi - Æ, stöðvunarskylda, smöðvunarskylda.

( ) verið rekin/vísað úr skóla - Nei, en ég féll einu sinni á mætingu. Fékk þó að taka prófin eftir að hitta námsráðgjafa. Náði öllu samt.

( ) lent í bílslysi - 7.9.13. sem betur fer ekki.

(X) verið með spangir/góm - bæði beisli, járnbrautarteina og góm...Fullt hús!

(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn/þriðja hjól undir vagni -einhvern tíma eflaust.

(X) borðað líter af ís á einu kvöldi - Ben og Jerry, og fitnaði líka um nokkur kíló á því tímabilinu mínu. Hann er ekki lengur í boði fyrir mig.

(x) fengið deja vu - kemur fyrir. Fríkí stöff.

( ) dansað í tunglskininu - Hef dansað og það var tunglsljós, en í tunglsljósinu sem slíku...líklega ekki.

(x) fundist þú líta vel út - Ég er voða vel útlítandi alltaf.

(x) verið vitni að glæp - oft, alls kyns glæpum.

(X) efast um að hjartað segði þér rétt - það hefur komið fyrir.

(X) verið gagntekin af post-it miðum (þið vitið-þessum gulu) - Ég er svolítið gagntekin í vinnunni. sé 11 svoleiðis á borði og vegg hjá mér.

(X) leikið þér berfætt í drullunni - já á Roskilde.

(X) verið týnd - týndist í Kópavogi bara fyrir tveimur vikum.

(x) synt í sjónum - mmmmmm jáááááá. Guðdómlegt. Miðjarðarhafið, mmmmmmmmm.

(x) fundist þú vera að deyja - eflaust í einhverri dramatík unglingsáranna.

(x) grátið þig í svefn - já.

( ) farið í löggu og bófa leik - man ekki eftir því, við fórum oft í karateleiki, og hundaleiki. Svo var hin klassíska fyrirmynd ungra stúlkna, Nancy Drew, oft leikin, þegar við vinkonur og vinir leystum dularfull morðmál og/eða önnur sakamál.

(x) litað nýlega með vaxlitum - oft og reglulega.

(x) sungið í karaókí - söng Foreigner-Urgent síðast, á djammi með Brúðarbandinu.

(x) borgað eingöngu fyrir máltíð í smápeningum - hehehe, hef oft þurft að gera það.

(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri þér að gera ekki - ja, kemur það ekki fyrir besta fólk?

(x) hringt símahrekk - eitthvað svona hálf glatað: Er Hreinn þarna? Nei, hér er enginn Hreinn. Núúú, eru þá allir skítugir? Þetta þótti óborganlega fyndið þegar maður var sjö ára. Pissaði næstum því í mig af hlátri.

(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér - í minningunni gerðist það í öllum barnaafmælum æsku minnar.

(x) stungið tungunni út til að ná snjókorni - jájá. það geri ég enn.

(x) dansaði í rigningunni -úúú, það er gaman, þegar hellirignir lóðrétt og úti er heitt. Fékk eitt svona móment í Berlín, man eftir öðru frá Mil Palmeras.

( ) skrifað bréf til jólasveinsins - Nei.

( ) verið kysst undir mistilteini - Nei.

(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um - jájájá.

(x) blásið sápukúlur - Óliver og ég. Gaman.

(x) kveikt bál á ströndinni -Auðvitað. Það er alltaf gaman að kveikja eld, enda einu sinni skáti ávallt skáti.

(x) komið óboðin í partý - Jú.

( ) verið beðin um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin í - Það hefur bara aldrei gerst!

(x) farið á rúlluskauta/línuskauta - sjaldan samt.

(x) hefur einhver óska þinna ræst - Hellingur af þeim.

( ) farið í fallhlífarstökk - Oooo, ég á það líka eftir.

( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig - Er alltaf að bíða...

(x) pissað úti - hehe, það þarf bara stundum að gera það...

Engin ummæli: