Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, júní 15, 2006

jöss, tókst að pína mig á fætur og gera kakó fyrir fjölskylduna og fá alla fram í morgunverð klukkan tæplega hálf-átta. Það var samt skrítið að hafa verið veik í sólarhring, og líða svo bara ágætlega í dag. Vaknaði reyndar í nótt með magapínu, löðrandi í svita klukkan þrjú. Var farin að dreyma að það væri einhver að rekja úr mér garnirnar og ég að reyna að halda þeim inní mér, svo ég yrði ekki tóm af innyflum...en ég held þetta hafi bara verið magapínan að lita draumana mína. Allavega, búin að snúa sólarhringnum við hjá barninu og þá er bara að halda í horfinu og reka í rúm klukkan hálf-tíu í síðasta lagi. Svakalegt prógram hjá mér í dag, fundir og mannfagnaðir, og svo bein útsending í fótboltarásinni á rás 2 í kvöld, milli hálf-átta og tíu. Andi með spennur (spennandi)
Love,
Heiða

Engin ummæli: