Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Er hugsanlegt að ég hafi of mikið að gera þessa viku? já,...það er möguleiki. Fresta því hér með að skrifa eitthvað hér þar til ég er búin að syngja lagið „Ég og heilinn minn“, í 3ja riðri Evrósjónar, næstkomandi laugardagskvöld. Sé ekki fram úr augunum vegna alls kyns æfinga og funda og æfinga og æfinga og...dreymdi að ég dytti og allir fóru að hlægja að mér...
Hm, fall er fararheill, skulum við vona. En allavega, ef þið fílið lagið, þá hvet ég ykkur til að kjósa það. Má annars ekki alveg segja svona á manns eigin síðu....???
(vona það)
Love,
Heiða

Engin ummæli: