Þetta er ferskeytla um gamla sokka sem Óliver fann undir skáp:
Aldnir sokkar undir skáp
í óhreina tauið seinir
Þorrið er allt þeirra táp
Því þeir eru óhreinir
Ef henni er breytt aðeins er hægt að búa til hringhendu, en þá detta stuðlar og höfuðstafir aðeins út. Þetta er fyrsta hringhenda sem ég smíða, og fyrir þau sem ekki átta sig á því hvað hringhenda er: Það er vísa sem hægt er að lesa fram og aftur á bak.
Sokkaparið undir skáp
óhreina í tauið seinir.
Farið er allt þeirra táp,
því þeir eru óhreinir.
...og...
Óhreinir eru þeir, því táp
þeirra allt er farið.
Seinir tauið í óhreina, skáp
undir, sokkaparið.
Já, þetta er nú ekki fullkomin ferskeytla hjá mér, og aðal-gallinn er sá að sokkaparið er í hvorugkyni og stýrir samt sem áður kk-mynd af lýsingarorðunum seinir og óhreinir...En ef maður gefur sér að lesendur hugsi sér að sokkapar geti líka verið sokkar (svona yfirfæri orðin í huga sér á meðan þeir lesi vísuna), þá gengur þetta betur upp.
Anyway, hringhendan er fædd, og í dag er því hringhendudagur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli