Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Fékk að vera fyrirsæta ekki bara einu sinni heldur tvisvar í gær. Þetta er trikkí djobb, og eins og alvöru módel gleymdi ég að borða kvöldmat og fékk mér pulsu á leið heim, nær dauða en lífi af hungri og þreytu. En þetta var gaman maður!!! Vá, hvað ég er greinilega mikil fyrirsæta í mér (hehehe). Fyrra sessjónið var fyrir Júró og það seinna fyrir Hellvar. Í því fyrra brosti ég og var sæt, í því seinna var ég alvarleg og horfði út í loftið... Fyrra: Hárið sléttað, Seinna: hárið túberað...Allt var mismunandi, en þetta var ógurlega gaman. Og nú er ég svöng fyrirsæta með túberingarhár sem er allt í flækju og ég þarf að fara að fjárfesta í hárnæringu til að ná hárinu niður svo ég hræði nú ekki litlu börnin þegar ég fer að ná í Óliver á leikskólann á eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli