Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Óliver fékk gubbupest, og var kalt, með hita og heima í leikskólanum einn dag. Nú er hann í fullu fjöri einhvers staðar að leika ninja-kall með sverð, þrífork og grímu og ógeðslegar gerfitennur, en ég fékk pestina hans og er að passa hana heima. Reyndar ekki gubb í minni útgáfu, heldur bara svæsinn magaverkur og kalt, líklega smá hiti. Elvar í vinnu, Óliver í leikskóla, það er öskudagur, og ég er í keng. Hmm. Ég sem ætlaði að vera galdranorn í dag, en verð ég þá ekki bara að gera það á morgun? Ég borðaði nú bollur á sunnudag og þriðjudag, ekkert á sjálfan bolludaginn. Það hlýtur að vera í lagi að taka öskudaginn degi of seint? Í fyrra var ég vampíra, og mætti þannig uppí útvarp. Man ég var eina "fullorðna" í búning þann daginn í Efstaleitinu.

Engin ummæli: