Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Jæja. Undur og stórmerki gerast. Ég á frí í dag. Engar skuldbindingar whatsoever, nema ef væri að laga svolítið til í ruslahaugnum okkar, sem við kjósum að kalla heimili. Náði að grafa mér leið að morgunverðarborðinu OG hellunum og gera hafragraut fyrir fjölskylduna í svona síðbúinn morgunmat. Held ég sé að ala barnið upp í góðum bóhemískum siðum, frekar að borða brunch en breakfast/lunch, o.s.frv. Óliver er búinn að vera einstaklega skemmtilegur, enda hefur hann verið svo mikið að þvælast með okkur foreldrunum um allt. Hefur mætt á fundi og ráðstefnur V.G., verið með pabba í leikhúsinu og bara mikið aksjón verið í gangi.
Í fyrradag þreif ég bílinn á prýðilegri al-sjálfvirkri þvottastöð á Aðalstöðinni í Keflavík (topp-aðstaða, og ódýrt) og þurrkaði rykið innanúr, gerði eiginlega allt nema að ryksuga, nennti því ekki.
Í gær var komið að því að þrífa sjálfan sig að innan jafn sem utan, svo ég skellti mér í Laugar, og prufaði langan lista af heitum böðum og gufum og hvað eina. Þetta er sko eitthvað sem ég væri til í að gera lágmark einu sinni í mánuði, spurning hvort það væri ekki snjallara hjá þeim að hafa þetta helmingi ódýrara og þá kæmi fólk oftar. Kostar núna 3800kr. og ég kæmi einu sinni í mánuði ef ég þyrfti að borga t.d. 2000kr.
Í dag er það svo íbúðin sem þarf þrif. Þá eru það skrif sem liggja fyrir. Reyna að fá sig birta í einhverjum blöðum. En allt hefur sinn tíma og fyrst: Kaffi!

Engin ummæli: