Leita í þessu bloggi
föstudagur, mars 30, 2007
Þessi vika fór framhjá, án þess að ég gæti fullyrt hvað ég gerði í henni. Veit samt að það var mikið, bara ekki nákvæmlega hvað það var. Ég veit stundum ekki hvaða vikudagur er þessa dagana, og er að spá hvort mér líði meira eins og það sé alltaf mánudagur, eða allaf fimmtudagur eða jafnvel alltaf laugardagur. Það er allavega ekki alltaf sunnudagur, því á sunnudögum er Abbababb, og þótt ég hafi ekki komið síðast af því ég var lasin, held ég að ég komi næst og næst og næst og...já á sunnudögum fer ég semsagt á Abbababb. Annað er ekki planað nema á blaði, og plönin verða bara að vera eftir bestu getu og vitneskju og geta breyst með litlum fyrirvara, og þá bara geri ég eitthvað allt annað. Veit þó að ég fer allavega í Hafnarfjörð, á Vík og í Eyjar á næstunni. Á morgun er dagur innsláttar og símtala. Plön staðfest, þeim breytt, áætlanir haldast eða ekki, kaffi drukkið eða ekki, fánar dregnir að húni eða ekki (fer eftir veðri). Að haga seglum eftir vindi. Að halda sér við efnið, en sníða sér stakk eftir vexti. Ostur er veislukostur. Margur verður verri þótt hann vökni. Oft má happ úr hendi sleppa. Sjaldan fellur happið langt frá Heiðunni. Ég held ég sé að villast í þokunni á Heiðunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli