...og enn er kominn sunnudagur. síðan síðast hef ég: farið í Bláa lónið, farið í hljóðver, gengið soldið meðfram Þjórsá, borðað lífræna súpu sem prestur bjó til, setið nokkra fundi, farið á Hellu, sungið við opnun í Ráðhúsinu, verið hjúkrað í Hveragerði, verið veik, kvefuð, hálsbólgin, ljósfælin, hausverkin og slöpp. Komst heim til að vera veik í gær, laugardag. Flensan ræður núna, og ég er búin að sofa og svitna, vaknaði til að borða og drekka, og næ líklega að klára þetta blogg áður en líkaminn heimtar að ég sinni frumþörf aftur. Geri ráð fyrir almennum hressleika og stuði á morgun, í síðasta lagi annað kvöld. Að lokum:
HOR OG KVEF OG ÓFRÍSKIR MENN (Með sínu lagi)
Hor og kvef og ófrískir menn
finnast hér á landi enn
með hita og hausverk en langar í sund
þett'er mikil raunastund.
Leita í þessu bloggi
sunnudagur, apríl 29, 2007
laugardagur, apríl 21, 2007
Það tók mig marga klukkutíma að ná utan um allt það sem hafði gerst á einni viku. Það er að takast, en ég þurfti að horfa á marga fréttatíma, og hef ekki alveg náð í skottið á samtímanum, eftir að hafa vart snert tölvu né séð sjónvarp þennan vikutíma. Mikið er samtíminn sérstakur, umfjöllunin fellur saman við hann, svo manni finnst eins og maður hafi misst af honum þegar einmitt maður fékk hann mest í æð. Hvað stendur upp úr í þessari ferð? Vart hægt að gera upp á milli, en þó er ljóst að Vestmannaeyjar eru stórkostlegur staður og fólkið alveg sérstaklega yndislegt!
sunnudagur, apríl 15, 2007
laugardagur, apríl 14, 2007
föstudagur, apríl 13, 2007
Já, það er nú bara ekkert svo ofsalega leiðinlegt að vera til í dag, óhappadaginn föstudaginn 13, þótt það sé súld og grátt úti. Gleðin er nefnilega ríkjandi í sál og í sinni. Ef þið viljið gleði skuluð þið lesa þessa fréttatilkynningu og bregðast við henni:
Fréttatilkynning:
Happasúpa í kvöld, föstudaginn 13.04 kl. 19.00.
Í kosningamiðstöðinni Grófinni 7 í Reykjanesbæ ætlar Heiða að elda og framreiða Happasúpu, með miklu grænmeti og kryddi en einnig dágóðum skammti af lukku, og smá-slettu af gleði. Fólk má koma fram eftir kvöldi, því nóg verður til og súpuskálin kostar 500 krónur. Kaffi og spjall fylgir með í kaupbæti.
Fréttatilkynning:
Happasúpa í kvöld, föstudaginn 13.04 kl. 19.00.
Í kosningamiðstöðinni Grófinni 7 í Reykjanesbæ ætlar Heiða að elda og framreiða Happasúpu, með miklu grænmeti og kryddi en einnig dágóðum skammti af lukku, og smá-slettu af gleði. Fólk má koma fram eftir kvöldi, því nóg verður til og súpuskálin kostar 500 krónur. Kaffi og spjall fylgir með í kaupbæti.
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Kemst þótt hægt fari. Það er ekki verra mottó en hvað annað. Allavega er ég búin að átta mig á að það er ekkert betra að hlaupa á milli staða til að koma aðeins fleirru í verk á hverri klukkustund. Einfaldlega bara láta hlutina taka þann tíma sem þeir taka, og vera ekki eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár í lok dagsins. Ég er að lesa skemmtilega bók eftir Richard Brautigan, nýþýdda eftir Gyrði Elíasson. Richard Brautigan hefur átt hluta í hjarta mínu síðan ég las Vatnsmelónusykur, en hún er nú enn betri á frummálinu, In watermelon sugar. Tilveran er eins skrýtin og maður vill að hún sé, og þegar ég segi skrýtin meina ég það vel. Fórum í fjölskylduspil í gær, ég, óliver, inga og eiki. óliver vann því hann var svo góður að púsla. afskaplega fínt. svo las ég tjútjú, og fórum á meet the robinson, og ég er aftur hætt að nenna að gera stóra stafi eftir punkt. æ, stundum þarf þess ekki, alveg eins og stundum bara fer maður á ýmsa staði, hvern á eftir öðrum, og pælir aldrei í því hvað klukkan er fyrr en maður er orðinn svangur í kvöldmat.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)