Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, júlí 29, 2008

EXTRA! EXTRA! Read all about it:
Vínilsafnið mitt er komið í stafrófsröð. Tók bara kvöldstund, þegar ég sleppti að horfa á sjónvarpið. Man reyndar eiginlega ekki hvenær ég glápti síðast. Horfi stöku sinnum á eina og eina kvikmynd, en þættir, fréttir, veður, whatever...aldrei. Gleymi því bara. Hef hins vegar lesið bönsj, og nú flokkað vínilinn. Eitthvað sem ég hef lengi ætlað að gera. Hvílíkur munur, nú get ég fundið allt. Og á morgun ætla ég að skrifa það sem ég skulda að skrifa, OG fara að byrja að læra á Reason-forritið sem ég fæ á morgun. Svo bara þarf ég að vinna soltla tónlist í vikunni, og ef til vill hjóla aðeins og synda. Þá er ég bara að gera allt sem ég á að vera að gera. Þetta er skrifað á kvöldvakt í skífunni, stund á milli stríða. Alltaf nóg af skemmtilegu fólki sem kemur og kaupir tónlist og bíó hjá mér. Hvert kvöld, bara gleði.

Engin ummæli: