...stundum langar mann bara að segja hvað maður gerði þann dag, þótt það hafi ekki verið geimferðir eða kjarneðlisfræði. en ég náði að fara á ótrúlega marga staði og tala við marga skemmtilega og það er svo mikilvægt. fór fyrst (mjög sybbin) í ikea með mömmu óliver og elvari. lagði mig öðru hverju á mottustafla eða í sófa. samt varð auðvitað gaman eftir smá tíma, þrátt fyrir illasofelsið. fengum svo öll pylsur og gos hjá mömmu, allir þrír krakkarnir hennar mömmu. þvínæst var farið á laugarveg, nánar tiltekið á kaffihúsið hennar alexöndru. sojalatteinn sem hún gerði fyrir mig var unaður. svo löbbuðum við í skífuna, svo til braga í ranimosk, með viðkomu og kíkeríi á halla og valda (kaffihús í gamla hljómalindarhúsi, leist vel á). hittum berglindi og fórum með henni á kaffibarinn og sátum og spjölluðum heillengi. svo fórum við á prikið, þar sem við borðuðum borgara og ég las flott viðtal við björk í nýju lífi. svo var það áframhaldandi labb, og nú niður á austurvöll og þar sátum við með kristni pálssyni, alexöndru og sigga og löptum einn bjór, keyptan í ríkinu til að spara, og svo fékk ég far með sigga í vallarhöll. nú er ég í vinnu í skífu, og hef talað frönsku í allt kvöld, seldi bæði skúla sverri og hjálma til meðvitaðra frakka.
en þú, hvað ert þú búin(n) að gera? svör óskast frá öllum sem mér þykir vænt um.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli