Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, júlí 08, 2008

ég komst í stutt stopp til rey. það er svo gott að vera umkringdur fólki. ég er bara háð því. sat og borðaði GRAWnola sem ég kom með í plastboxi að heiman, á austurvelli áðan. nú á hressó að emaila og netþvælast. rútu aftur heim eftir klukkutíma. ég er bara svona. sé fólk og finnst ég vera partur af samfélagi. einhverju samfélagi. það er bara ekki gott að vera alltaf einn eða með familíu eingöngu. ég er félagsvera og það er ok. nú er ennþá sól og heitt, og ég sver að ég gæti blekkt mig til að halda að ég væri sunnar á hnettinum. ekkert að kvarta sko, þetta er svo gott. orðin brú í framan og allt. í kvöld: skífu-stuð. á morgun: SUND!

Engin ummæli: